Bugg­húsum í Bret­landi fækkaði um níu á síðasta árs­fjórðungi og fór úr 1.826 niður í 1.817 sam­kvæmt gögnum frá Socie­ty of In­dependent Brewers (SIBA) en við­skipta­blað The Guar­dian greinir frá.

Sam­kvæmt SIBA eru brugg­hús að glíma við erfiðar að­stæður um þessar mundir vegna verð­lags­hækkana og verri við­skipta­kjara.

Bugg­húsum í Bret­landi fækkaði um níu á síðasta árs­fjórðungi og fór úr 1.826 niður í 1.817 sam­kvæmt gögnum frá Socie­ty of In­dependent Brewers (SIBA) en við­skipta­blað The Guar­dian greinir frá.

Sam­kvæmt SIBA eru brugg­hús að glíma við erfiðar að­stæður um þessar mundir vegna verð­lags­hækkana og verri við­skipta­kjara.

Andy Slee for­stjóri SIBA segir þó að staðan sé betri en spár gerðu ráð fyrir.

Hann fagnaði á­kvörðun Rishi Sunak for­sætis­ráð­herra að hækka ekki á­lögur á krana­bjór í síðustu fjár­lögum en Slee segir það hafa verið lífs­björg.

„Breska ölið er kannski volgt en áfengisgjaldið er frosið,“ sagði Sunak á þinginu í vor þegar hann kynnti tillögurnar.