Warren Buffett, stjórnarformaður og stofnandi fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, heiðraði Charlie Munger heitinn í árlegu bréfi til hluthafa. Munger, sem var varaformaður stjórnar, lést í nóvember síðastliðnum en í bréfinu lýsir Buffett honum sem arkitektinum á bak við Berkshire Hathaway.

„Charlie sóttist aldrei eftir því að eigna sér heiðurinn af sínu hlutverki sem stofnandi heldur leyfði hann mér í staðinn að taka við hrósinu og viðurkenningunum,“ skrifaði Buffett og bætti við að Munger hafi bæði verið honum sem bróðir og föðurímynd.

Samhliða var greint frá uppgjöri félagsins en Berkshire Hathaway skilaði 96,2 milljarða dala hagnaði í fyrra, samanborið við 22,8 milljarða dala tap árið áður.