Markaðsaðilar vænta þess að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi en tilkynnt verður um ákvörðun peningastefnunefndar á miðvikudaginn í næstu viku.

Þetta kemur fram í væntingakönnun meðal 38 aðila á fjármálamarkaði og fengust að þessu sinni svör frá 30 aðilum. Meðaltal væntinga um stýrivexti var 9,35% að þessu sinni en miðgildi svara var 9,25% en stýrivextir Seðlabankans eru 9,25% í dag. Markaðsaðilar búast við að stýrivextir verði ekki hækkaðir frekar og að Seðlabankinn byrji að lækka vexti á öðrum fjórðungi á næsta ári um 0,5 prósentustig.

Markaðsaðilar vænta þess að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi en tilkynnt verður um ákvörðun peningastefnunefndar á miðvikudaginn í næstu viku.

Þetta kemur fram í væntingakönnun meðal 38 aðila á fjármálamarkaði og fengust að þessu sinni svör frá 30 aðilum. Meðaltal væntinga um stýrivexti var 9,35% að þessu sinni en miðgildi svara var 9,25% en stýrivextir Seðlabankans eru 9,25% í dag. Markaðsaðilar búast við að stýrivextir verði ekki hækkaðir frekar og að Seðlabankinn byrji að lækka vexti á öðrum fjórðungi á næsta ári um 0,5 prósentustig.

Svartari verðbólguspá hjá Seðlabankanum?

Samfara vaxtaákvörðuninni í næstu viku koma út Peningamál Seðlabankans með nýrri þjóðhags- og verðbólguspá. Líklegt er að verðbólguspá bankans verði svartari en í síðustu spá en gengi krónunnar hefur veikst töluvert mikið frá því að síðasta spá Seðlabankans kom út í ágúst. Fundurinn í næstu viku verður síðasti formlegi vaxtaákvörðunardagurinn á þessu ári en næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki ráðgerður fyrr en í febrúar á næsta ári.

Greiningardeild Íslandsbanka telur að vöxtum verði haldið óbreyttum í næstu viku. Íslandsbanki segir að talsverðar líkur séu á að óvissa eða neikvæð áhrif vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga trompi hið hefðbundna mat á verðbólguhorfum og efnahagsframvindu.