Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,5% frá fyrra mánuði og er hún því komin upp í 135,8 stig. Í nóvember á síðasta ári stóð hún í 130,8 stigum.

Þetta er samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem gerðir voru nú um miðjan októbermánuð, en þeir miða við að vísitalan hafi staðið í 100 stigum í desember 2009.

Nánari útlistun á því hvernig vísitalan skiptist niður sýnir að innlent byggingarefni hefur hækkað um 1,3% en á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,8%.