Great Place to Work hefur gefið út nýjan topplista yfir vinnustaði á Íslandi þar sem frábært er að vinna. Fyrirtækið CCP trónir á toppnum yfir stærstu fyrirtækin og Smitten tekur efsta sæti yfir lítil fyrirtæki.

Alþjóðlega stofnunin GPTW hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. Fyrirtækið veitir þá ítarlega innsýn byggða á gögnum úr svörum starfsfólks fyrirtækja.

„Ég er mjög ánægð með hvernig Great Place To Work hefur verið að festa sig í sessi hér á landi. Sumir viðskiptavina okkar eru á öðru, þriðja eða jafnvel fjórða ári í samstarfi með okkur og það er dásamlegt að fræðast um hvernig þeir nota gögnin úr könnunarniðurstöðum sínum til að bæta vinnustaðinn fyrir starfsfólkið sitt,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri Great Place to Work á Íslandi.

Í öðru sæti á lista stærstu fyrirtækja voru AÞ Þrif og var DHL í því þriðja. Meðal smærri fyrirtækja var Kolibri í öðru sæti og Sahara í því þriðja.