Íþróttaveðbankinn Coolbet hefur opnað stuðla á næstu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Af stuðlunum að dæma er langlíklegast að vextir hækki um 100 punkta, en stuðullinn á þá hækkun er 1,45 þegar þetta er skrifað.

Það þýðir að ef einhver myndi veðja þúsund krónum á 100 punkta stýrivaxtahækkun, fengi hann 1.450 krónur til baka og myndi græða 450 krónur á veðmálinu.

Coolbet er sammála þeim markaðsaðilum sem tóku þátt í könnun Viðskiptablaðsins nú á dögunum. Samkvæmt könnuninni búast markaðsaðilar við 75-100 punkta stýrivaxtahækkun.

Hér að neðan má sjá stuðla Coolbet, en peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir stýrivaxtaákvörðun sína á morgun, 24. maí. Um er að ræða þriðju vaxtaákvörðun bankans á árinu, en bankinn hækkaði síðast vexti um 100 punkta í lok mars.

© Aðsend mynd (AÐSEND)