Deloitte hefur fest kaup á kolefniseiningum úr fyrsta vottaða kolefnisverkefninu á Íslandi frá YGG Carbon. Kolefniseiningarnar eru þær fyrstu sem eru í samræmi við nýja Tækniforskrift Staðlaráðs um kolefnisjöfnun og uppfyllir kröfur Skógarkolefnis Skógræktarinnar og eru skráðar í Loftslagsskrá Íslands.

Greint er frá þessu í fréttatilkynningu, þar sem segir að með þessari vottun sé lagður grunnur að því að kolefniseiningarnar muni gilda sem viðurkennd kolefnisjöfnun undir nýjum ESB-staðli um ófjárhagslega upplýsingagjöf sem verði tekinn í notkun innan fárra ára hér landi.

Deloitte hefur fest kaup á kolefniseiningum úr fyrsta vottaða kolefnisverkefninu á Íslandi frá YGG Carbon. Kolefniseiningarnar eru þær fyrstu sem eru í samræmi við nýja Tækniforskrift Staðlaráðs um kolefnisjöfnun og uppfyllir kröfur Skógarkolefnis Skógræktarinnar og eru skráðar í Loftslagsskrá Íslands.

Greint er frá þessu í fréttatilkynningu, þar sem segir að með þessari vottun sé lagður grunnur að því að kolefniseiningarnar muni gilda sem viðurkennd kolefnisjöfnun undir nýjum ESB-staðli um ófjárhagslega upplýsingagjöf sem verði tekinn í notkun innan fárra ára hér landi.

„Við viljum vera leiðandi í sjálfbærri vegferð og því er mikilvægt fyrir Deloitte, sem hefur sett sér alþjóðlega viðurkennt loftslagsmarkmið, að geta kolefnisjafnað sig á íslenskum markaði með vottuðum einingum, í þessu tilviki úr skógrækt á Austurlandi. Með viðskiptunum viljum við styðja við uppbyggingu á ábyrgum kolefnismarkaði hér á landi enda mikil tækifæri til að þróa vottuð kolefnisverkefni á Íslandi, hvort sem er í skógrækt eða með öðrum hætti. Við sjáum einnig að eftirspurn eftir slíkum verkefnum hefur aukist til muna meðal viðskiptavina okkar undanfarið,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte.

„Ygg Carbon hefur á undanförnum árum fjárfest í að búa til vottuð kolefnisverkefni á sviði skógræktar og er þessi samningur mikið gleðiefni. Við höfum átt gott samstarf við Deloitte á þessari vegferð og sýna þau í verki traust sitt á okkur sem og þessum nýja markaði með vottaðar kolefniseiningar á Íslandi með kaupunum. Við ætlum að halda áfram að þróa hágæða vottuð kolefnisverkefni bæði út frá skógrækt og annarri landnýtingu svo sem endurheimt votlendis og uppgræðslu lands,“ segir Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri YGG Carbon .