Delta Air Lines fjölgar ferðum til Íslands um 50% og verður með 808 flugferðir í boði milli Íslands og Bandaríkjanna í sumar. 2023 er tólfta árið í röð sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna.

„Það er mikil og jákvæð eftirspurn eftir ferðum til Íslands frá viðskiptavinum okkar vestanhafs, sem vegur þungt í ákvörðun okkar um að auka áætlunina milli Íslands og Bandaríkjanna um 50% frá því í fyrra,“ segir Jan Feenstra, sölustjóri Delta á Íslandi.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í sumar verða 95 ferðir til og frá borginni Detroit og þar að auki hefur ferðum til New York fjölgað um 26%. Delta mun einnig bjóða upp á flug til Minneapolis í sumar.

Sætaframboð Delta hefur meðal annars aukist um 27% frá því í fyrra og eru tæplega 146 þúsund sæti í boði til áfangastaðanna.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir aukin umsvif Delta í Íslandsflugi endurspegla þann mikla áhuga sem Bandaríkjamanna hafa á ferðalögum hingað, en hátt í þriðji hver erlendi ferðamaður kemur þaðan.