Jordan Freeman, yfirmaður á bandaríska veitingastaðnum Hogan Brothers, segir að dyggð heimamanna gagnvart veitingastaðnum hafi verið það sem hélt honum og öðrum veitingastöðum á lífi í gegnum heimsfaraldurinn.

Hogan Brothers er staðsett í bænum Northfield í Minnesota og hefur staðið í harðri samkeppni við alþjóðlegar veitingakeðjur sem vilja opna útibú í bænum. Viðskiptablaðið fékk boð til að heimsækja veitingastað Jordan sem stofnaður var sama ár og Jordan fæddist.

Hogan Brothers sérhæfir sig í Roast Beef samlokum og bjór-ostasúpum.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

„Þessi staður var opnaður í sömu viku og ég fæddist, þannig hann hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Ég hef unnið hérna í sjö ár og ég er sjálfur frá Northfield þannig ég kannast ekki við neitt annað en þennan stað.“

Jordan segir að staðurinn þurfi að keppa við alþjóðlegar samlokukeðjur á borð við Subway og Chipotle en ítrekar að dyggð heimamanna hafi haldið staðnum á lífi.

„Á meðan Covid var þá fórum við strax í að senda út samlokur, þannig það var í raun jafn mikið að gera þá og núna. Við erum bara ótrúlega heppnir því margir lifðu ekki af, en aðdáendur okkur koma alltaf aftur,“ segir Jordan.