Breska erfðafræðifyrirtækið Earlham Institute (EI) mun nú koma til með að setja upp tölvuþjóna í gagnaveri Verne Global að Ásbrú. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu .

Fyrir stuttu var tilkynnt að að Volkswagen bílaframleiðandinn færi í samstarf við Verne Global.

Earlham Institute vill nýta aðstöðuna sem Verne Global býður upp á undir öfluga gagnareikninga til að spara um 70% í rafmagnskostnað segir í tilkynningu frá EI.

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur einnig nýtt sér þjónustu gagnvarersins Verne Global um nokkura ára skeið.