Eignarhaldsfélagið Steinn og 600 Eignarhaldsfélag, tvö systurfélög í 51% eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, stofnanda Samherja, og 49% eigu fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, högnuðust um samtals 11,9 milljarða króna árið 2022.

Félögin tvö skiluðu bæði inn ársreikningi vegna ársins 2022 til fyrirtækjaskrár Skattsins í byrjun vikunnar.

Eignir systurfélaganna, sem eru nær skuldlaus, voru bókfærðar á samtals 71,8 milljarða króna í árslok 2022 og eigið fé var um 71,4 milljarðar.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast lengri útgáfu af fréttinni með nánari umfjöllun um félögin tvö hér.