Umsóknir um húsnæðislán hafa ekki verið færri í Bandaríkjunum í 22 ár.

Í síðustu viku fækkaði umsóknunum um íbúðalán um 6,5%. Umsóknum um endurfjármögnun eldri lána fækkaði um 6% og umsókninum um ný lán fækkaði um 7%. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Þessi fækkun umsókna eru viðbrögð við miklu hærri vöxtum á húsnæðislánum og hækkandi fasteignaverði.

Húsnæðislán til 30 ára með föstum vöxtum hefur farið úr 3,22% í upphafi ársins í 5,09%. Húsnæðisverðið hefur hækkað um 40% að meðaltali frá því í mars 2020, eða þegar Covid-19 kom af krafti til Bandaríkjanna.