Lög­regla og slökkvi­lið vinna nú að því að slökkva eld í skrif­stofu­byggingu Novo Nor­disk við Smørmose­vej í Bag­sværd rétt fyrir utan Kaup­manna­höfn.

Þetta kemur fram í frétt við­skipta­miðilsins Børsen en sam­kvæmt vitnum á svæðinu er um mikinn eld að ræða.

„Þetta er mikill eldur sem hefur náð að dreifa sig í nær­liggjandi byggingar. Slökkvi­liðið er í mikilli bar­áttu við eldinn,” segir vakt­stjóri slökkvi­liðsins í sam­tali við sjón­varp­stöðina TV 2.

Sam­kvæmt vakt­stjóranum hófst eldurinn rétt fyrir klukkan 11 að dönskum tíma. Engar fregnir hafa borist um slys á fólki vegna elds­voðans enn sem komið er en í til­kynningu frá Novo Nor­disk á sam­fé­lags­miðlinum X segir að allir starfs­menn séu ó­hultir.

Gengi Novo Nordisk hefur lækkað um rúmar 10 danskar krónur eða 1,15% í morgun.