Í dag fá fjölmargir rafíþróttaleikmenn greitt fyrir að spila tölvuleiki hér á landi. Þó eru enn engir rafíþróttaatvinnumenn á Íslandi.
Með vexti greinarinnar má reikna með breytingum í þeim efnum í náinni framtíð.
Deildarfyrirkomulagið í rafíþróttum á Íslandi má að mörgu leyti líkja við fótboltadeildirnar. Það eru um 70-90 lið skráð í CS deildinni, sem skiptist í Ljósleiðaradeildina, fyrstu deild og sjö neðri deildir.
Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, stofnandi rafíþróttafélagsins Dusty, telur að tölvuleikurinn CS geti haldið áfram að vaxa á Íslandi á næstu árum og áratugum.
„Ég tel að CS geti haldið áfram að vaxa á Íslandi eins og hann hefur gert síðustu tuttugu árin eða svo. Þetta er rótgróið samfélag og mjög keppnismiðað. Aldursbilið er líka mjög stórt og fer stækkandi.“
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 1. desember.