Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,8% í 1,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Tíu af 25 félögum aðalmarkaðarins lækkuðu um meira en 1% í dag.

Iceland Seafood lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 4,2% í 23 milljóna króna veltu. Gengi Iceland Seafood stendur í 5,75 krónum á hlut hefur ekki verið lægra síðan í byrjun október.

Hlutabréfaverð Alvotech féll um 3,4% í 40 milljóna viðskiptum og stendur ú í 1.265 krónum á hlut. Þá lækkaði gengi hlutabréfa Marels um 2,7% og stendur nú í 356 krónum á hlut.

Þá lækkaði hlutabréfaverð allra bankanna í Kauphöllinni – Arion banka, Íslandsbanka og Íslandsbanka – um meira en 1% í dag. Sömuleiðis féll gengi hlutabréfa fasteignafélaganna Eikar, Reita og Regins um 1,8-2,6%.

Brim hækkað um 6,3% frá birtingu uppgjörsins

Tvö félög aðalmarkaðarins hækkuðu í viðskiptum dagsins. Gengi hlutabréfa Brims hækkaði um 1,4% í dag og hefur nú hækkað um 6,3% frá birtingu uppgjörs eftir lokun Kauphallarinnar á fimmtudaginn. Þá hækkaði gengi Ölgerðarinnar um 0,4% í 25 milljóna króna veltu.