Krónan styrktist í dag og hefur ekki verið sterkari síðan í byrjun nóvember. Mun meiri styrking var í gær eins og Viðskiptablaðið fjallaði um.

Styrkingin gagnvart evrunni nam 0,4%. Í upphafi dags var kostaði evran 149,9 krónur en endaði daginn í 148,3 miðgengi sem birt er á vef Landsbankans.

Styrkingin gagnvart Bandaríkjadal var enn meiri. Í upphafi dags var dalurinn í 137,99 krónur en endaði í 136,76.

Pundið byrjaði daginn í 169,6 en endaði í 168,8. Nam styrkingin 0,4%.