Per­sónu­verndar­yfir­völd Evrópu­sam­bandsins á­kváðu í morgun að sekta Meta, móður­fé­lag Face­book, um 181 milljarð króna fyrir að hýsa gögn um evrópska not­endur í gagna­verum í Banda­ríkjunum.

Sektin verður form­lega til­kynnt á blaða­manna­fundi seinna í dag en sam­kvæmt The Wall Street Journal setur niður­staðan þrýsting á banda­rísk yfir­völd til að ljúka við samning við ESB sem leyfir banda­rískum tækni­fyrir­tækjum að hýsa upp­lýsingar frá Evrópu í heima­landinu.

Sam­kvæmt á­kvörðun per­sónu­verndar­yfir­valda ESB hefur Meta hýst gögn evrópskra Face­book not­enda í Banda­ríkjunum árum saman. ESB segir að með þessu geta banda­rískar njósna- og öryggis­stofnanir komist í gögnin.

Um er að ræða hæstu sekt sem per­sónu­verndar­yfir­völd ESB hafa skellt á fyrir­tæki (1,3 milljarður Banda­ríkja­dala) en fyrri met átti Amazon sem fékk 806 milljón dala sekt árið 2021. Sekt Amazon er nú í á­frýjunar­ferli fyrir dóm­stólum í Lúxem­borg.

Á­samt sektinni þarf Meta að hætta að senda gögn um evrópska not­endur til Banda­ríkjanna og eyða gögnum sem nú þegar hafa verið send. Takist Banda­ríkjunum og ESB hins vega að ná sam­komu­lagi um hýsingu á gögnum not­endum falla þessar kvaðir niður.