Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stöðvaði í dag fyrirhuguð kaup bandaríska bókunarfyrirtækisins Booking á sænska fyrirtækinu eTraveli. Sambandið beitti neitunarvaldi gegn 1,8 milljarða dala samningi til að vernda samkeppni og neytendur.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að Booking eigi þegar 60% markaðshlutdeild í öllum nettengdum ferðaskrifstofum í Evrópu. Á sama tíma rekur eTraveli aðeins nokkrar vefsíður þar sem notendur geta borið saman flugfargjöld.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stöðvaði í dag fyrirhuguð kaup bandaríska bókunarfyrirtækisins Booking á sænska fyrirtækinu eTraveli. Sambandið beitti neitunarvaldi gegn 1,8 milljarða dala samningi til að vernda samkeppni og neytendur.

Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að Booking eigi þegar 60% markaðshlutdeild í öllum nettengdum ferðaskrifstofum í Evrópu. Á sama tíma rekur eTraveli aðeins nokkrar vefsíður þar sem notendur geta borið saman flugfargjöld.

„Kaup Booking á eTraveli myndu styrkja yfirburðarstöðu Booking á ferðamarkaðnum og líklega leiða til hærri kostnaðar fyrir hótel og viðskiptavini,“ segir Didier Reynders, dómsmálastjóri ESB.

Evrópusambandið hafði einnig lýst yfir áhyggjum af því að Booking yrði helsta bókunarsíða á netinu fyrir flug, ofan á það að vera með ráðandi stöðu þegar kæmi að hótelmarkaðnum.

„Ákvörðun okkar um að stöðva þessa sameiningu þýðir að valmöguleikar fyrir evrópsk hótel og ferðamenn verða ekki takmarkaðir þegar þeir bjóða bæði þjónustu og bóka ferðir sínar,“ segir Didier jafnframt.