Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að allar tolllagningar á rafbílum sem seldir eru milli Bretlands og ESB verði frestaðir um þrjú ár.

Þetta kemur í kjölfar þess að bílaframleiðendur beggja megin við Ermarsundið vöruðu við að þeir væru ekki tilbúnir fyrir breytinguna á Brexit-tengdum viðskiptareglunum sem settar voru í janúar.

Reglurnar kveða á um að 10% toll og eiga að vernda evrópska bílaiðnaðinn en búist er við því að tollarnir myndu leiða af sér umtalsverða hækkun á rafbílum. Aðildarríkin eiga enn eftir að samþykkja áætlunina sem verður rædd á fundi í næstu viku.

Framkvæmdastjórnin sagði í dag að framlengingin væri nauðsynleg til að styðja við bílaiðnaðinn sem glímir enn við áhrif heimsfaraldursins, innrás Rússa í Úkraínu og bandarískum ríkisstyrkjum sem renna til samkeppnisaðila þeirra.

Tollarnir voru einnig hugsaðir til að vernda evrópska bílaframleiðendur frá ódýrari innfluttum bílum frá löndum eins og Kína, sem er nú orðinn ráðandi á alþjóðlega rafbílamarkaðnum. Breska ríkisstjórnin hafði beitt sér fyrir því að ESB myndi fresta reglunum.

Bretland er langstærsti innflytjandi evrópskra bíla en 1,2 milljónir ökutækja voru fluttir inn í gegnum breskar hafnir á síðasta ári. Á sama tíma selur Bretland fleiri bíla til ESB en nokkurt annað svæði.