Kínverski fasteignarisinn Evergrande hefur fengið tveggja mánaða viðbótarfrest til að komast að samkomulagi við erlenda fjárfesta og forða sér frá gjaldþroti. Dómari í Hong Kong komst óvænt að þessari niðurstöðu í vikunni en fyrirtækið hafði áður fengið frest til 4. desember.

Evergrande fór í greiðsluþrot fyrir tveimur árum en fyrirtækið skuldaði þá hundruð milljarða dala og töpuðu fjölmargir fjárfestar umtalsverðum fjárhæðum en einn slíkur höfðaði mál vegna þessa í kjölfarið. Evergrande hefur nú frest til 29. janúar til að ná samkomulagi, ella verður það tekið til gjaldþrotaskipta.

Kínverski fasteignarisinn Evergrande hefur fengið tveggja mánaða viðbótarfrest til að komast að samkomulagi við erlenda fjárfesta og forða sér frá gjaldþroti. Dómari í Hong Kong komst óvænt að þessari niðurstöðu í vikunni en fyrirtækið hafði áður fengið frest til 4. desember.

Evergrande fór í greiðsluþrot fyrir tveimur árum en fyrirtækið skuldaði þá hundruð milljarða dala og töpuðu fjölmargir fjárfestar umtalsverðum fjárhæðum en einn slíkur höfðaði mál vegna þessa í kjölfarið. Evergrande hefur nú frest til 29. janúar til að ná samkomulagi, ella verður það tekið til gjaldþrotaskipta.