Ágúst Arnar Ágústsson hefur fengið aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum trúfélagsins Zuism í kjölfar ákvörðunar Sýslumannsins á Norðurlandi Eystra um að skrá hann sem forstöðumann félagsins. Ágúst Arnar er bróðir fyrrum forvígismanns félagsins, Einars Ágústssonar sem í júní síðastliðnum var dæmdir í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik.

Báðir bræðurnir, sem oft eru kallaðir Kickstarter-bræðurnir, voru til rannsóknar í málinu þó aðeins ákæra hafi verið gefin út á hendur Einari að því er Fréttablaðið greinir frá. Fjárhæðin, sem eru sóknargöld sem haldið hafði verið eftir frá því í febrúar þegar deilur risu um hver færi með stjórn félagsins vöknuðu, var greidd út af Fjársýslu ríkisins 9. október síðastliðinn.

Lög um trúfélög breytt í tíð Ögmundar

Eftir að lögum um trúfélög var breytt í febrúar 2013 í ríkisstjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna með frumvarpi Ögmundar Jónassonar þáverandi Innanríkisráðherra, en eftir breytingarnar voru færri skilyrði fyrir því hvaða félög hefðu rétt á trúfélagaskráningu, sem og opnað var fyrir að lífskoðunarfélög af öllu tagi gætu fengið innheimt fyrir sig sóknargjöld til eigin nota.

Árið 2015 tók nýr hópur yfir starfsemi trúfélagsins og hóf hann að safna meðlimum með loforðum um að borga þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöldin sem árlega renna úr ríkissjóði til trú- og lífsskoðunarfélaga fyrir hvern meðlim.

Fær um 2,6 milljónir á mánuði

Skráði sig þá um þrjú þúsund meðlimir en síðan var forstöðumaður þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, settur af sem formaður félagsins með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það að verða sjálfur skráður.

Í dag eru 2.845 skráðir félagar í félaginu og renna um 900 krónur til þess mánaðarlega fyrir hvern meðlima af sóknargjöldum félagsmanna, eða samtals um 2,6 milljónir í hverjum mánuði. Ágúst Einar segir von á tilkynningu sem muni skýra málin frá hans sjónarhorni. „Verið er að vinna í hvernig sóknargjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar.