Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu frá Högum er stefnu­markandi vinna að hefjast hjá Festi og Olís um skoðun á fram­tíðar­eignar­haldi inn­viða­fé­laganna Olíu­dreifingar ehf., Elds­neytis­af­greiðslunnar á Kefla­víkur­flug­velli ehf. og EBK ehf.

Í til­kynningu segir að Festi og Olís, dóttur­fé­lag Haga, hafi sam­eigin­lega ráðið Fyrir­tækja­ráð­gjöf Ís­lands­banka til ráð­gjafar um stefnu og fram­tíðar­mögu­leika hvað varðar eignar­hluti fé­laganna.

Olíu­dreifing er 60% í eigu Festi og 40% í eigu Olís. EAK er 33,3% í eigu Festi og 33,3% í eigu Olís. EBK er 25% í eigu Festi og 25% í eigu Olís.

„Fé­lögin eru mikil­væg inn­viða­fé­lög hvað varðar birgða­hald og dreifingu á elds­neyti á Ís­landi. Megin­starf­semi Olíu­dreifingar er birgða­hald og dreifing á elds­neyti um land allt en megin­starf­semi EAK og EBK er birgða­hald og dreifing á flug­véla­elds­neyti á Kefla­víkur­flug­velli,“ segir í til­kynningunni.

Í verk­efninu felst meðal annars að kanna mögu­leika á breyttu eignar­haldi, eftir at­vikum í sam­vinnu við aðra hlut­hafa EAK og EBK, með það að mark­miði að há­marka verð­mæti hlut­hafa, ein­falda eignar­haldið og um leið tryggja hag­fellda fram­tíðar­þróun inn­viða þeirra.