S&P 500 hluta­bréfa­vísi­talan í Banda­ríkjunum lokaði í yfir 5000 stigum í fyrsta sinn í sögunni á föstu­daginn en fjár­festar vestan­hafs virðast vongóðir á að vextir verði lækkaðir fyrr en ella.

Hluta­bréfa­vísi­tölur á flestum mörkuðum í Evrópu hófu daginn á hækkunum og hefur Stoxx Europe 600 hækkað um hálft prósent frá opnum markaða

S&P 500 hluta­bréfa­vísi­talan í Banda­ríkjunum lokaði í yfir 5000 stigum í fyrsta sinn í sögunni á föstu­daginn en fjár­festar vestan­hafs virðast vongóðir á að vextir verði lækkaðir fyrr en ella.

Hluta­bréfa­vísi­tölur á flestum mörkuðum í Evrópu hófu daginn á hækkunum og hefur Stoxx Europe 600 hækkað um hálft prósent frá opnum markaða

Spá 2,9% verðbólgu

Sam­kvæmt Bloom­berg hafa hluta­bréf í fast­eigna­fé­lögum leitt hækkanir á Evrópu­markaði í morgun á meðan olíu­fé­lögin leiða lækkanir eftir lækkun á heims­markaðs­verði á olíu.

Von er á verð­bólgu­tölum í Banda­ríkjunum á morgun en fjár­festar víðs vegar um heiminn eru von­góðir á að ef árs­verð­bólga hefur hjaðnað veru­lega vestan­hafs verða vextir lækkaðir fyrr en ella.

Hag­fræðingar vestan­hafs spá því að verð­bólga muni mælast 2,9% í janúar sem yrði lækkun úr 3,4% milli mánaða, sam­kvæmt könnun meðal hag­fræðinga sem Bloom­berg fram­kvæmdi.

Yrði það í fyrsta skipti síðan í mars 2021 sem verð­bólga myndi mælast undir 3%. Sem fyrr segir verða verð­bólgu­tölur í Banda­ríkjunum kynntar á morgun og mun Hag­stofa Bret­lands greina frá verð­bólgu­tölum á mið­viku­daginn.