Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt ávaxtafyrirtækið Chiquita Brands International fyrir að hafa fjármagnað skæruliða í Kólumbíu. Chiquita mun þurfa að greiða 38,3 milljónir dala í skaðabætur til átta kólumbískra fjölskyldna sem áttu ættingja sem voru myrtir af skæruliðunum.

Skæruliðahreyfingin, United Self-Defence Forces of Columbia (e. AUC), var skilgreind sem hryðjuverkasamtök af bandarískum stjórnvöldum á þeim tíma sem Chiquita fjármagnaði þau.

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt ávaxtafyrirtækið Chiquita Brands International fyrir að hafa fjármagnað skæruliða í Kólumbíu. Chiquita mun þurfa að greiða 38,3 milljónir dala í skaðabætur til átta kólumbískra fjölskyldna sem áttu ættingja sem voru myrtir af skæruliðunum.

Skæruliðahreyfingin, United Self-Defence Forces of Columbia (e. AUC), var skilgreind sem hryðjuverkasamtök af bandarískum stjórnvöldum á þeim tíma sem Chiquita fjármagnaði þau.

Samkvæmt rannsókn frá árinu 2007 kom í ljós að Chiquita hafði greitt meira en 1,7 milljónir dala til AUC á sex ára tímabili frá 1997 til 2004. Fyrirtækið segir að greiðslurnar hafi byrjað vegna þess að leiðtogi samtakanna, Carlos Castano, sagði að starfsmenn og eignir fyrirtækisins gætu skaðast ef greiðslurnar bærust ekki.

Lögfræðingar Chiquita héldu því fram að fyrirtækið ætti ekki annarra kosta völ en að borga AUC til að vernda starfsfólk sitt. Lögfræðingar fjölskyldnanna sögðu hins vegar að óheilbrigt samband hefði myndast milli AUC og Chiquita og fékk því fyrirtækið aukna viðveru á stjórnarsvæðum AUC.

Áætlað er að samtökin hafi verið með 30 þúsund meðlimi á hápunkti sínum sem stunduðu hótanir, fíkniefnasmygl, fjárkúgun, nauðungarflutninga og morð.