Hluta­bréf Icelandair lækkuðu um 3,5% í Kaup­höllinni í 138 milljón króna veltu í dag. Á sama tíma lækkuðu bréf Play á First North markaðinum um tæp 3%.

Í gær­kvöldi til­kynnti Play að af­komu­spá fé­lagsins fyrir árið 2023, sem birt var í septem­ber og aftur í þriðja árs­fjórðungs­upp­gjöri fé­lagsins í októ­ber, eigi ekki lengur við vegna á­hrifa jarð­hræringa á bókunar­stöðu fé­lagsins.

Hluta­bréf Icelandair lækkuðu um 3,5% í Kaup­höllinni í 138 milljón króna veltu í dag. Á sama tíma lækkuðu bréf Play á First North markaðinum um tæp 3%.

Í gær­kvöldi til­kynnti Play að af­komu­spá fé­lagsins fyrir árið 2023, sem birt var í septem­ber og aftur í þriðja árs­fjórðungs­upp­gjöri fé­lagsins í októ­ber, eigi ekki lengur við vegna á­hrifa jarð­hræringa á bókunar­stöðu fé­lagsins.

Rúm vika er síðan Icelandair til­kynnti um að af­komu­spá sín hefði verið tekin úr gildi vegna sömu á­stæðna.

Jarð­hræringar og um­fjöllun um mögu­legt eld­gos á Reykja­nes­skaga hefur dregið úr eftir­spurn eftir ferðum til Ís­lands, sem bókaðar eru með skömmum fyrir­vara, að sögn flug­fé­lagsins. Play segir þetta muni hafa á­hrif á af­komu fé­lagsins.

Kvika hækkaði í hálfs milljarðs veltu

Al­vot­ech lækkaði einnig um 3% í um 400 milljón króna veltu en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör sitt eftir lokun markaða vestan­hafs í gær.

Al­vot­ech tapaði 275 milljónum dala, eða sem nemur hátt í 38 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.317 krónur.

Kvika banki hækkaði mest allra skráðra fé­laga og fór gengi bankans upp um 3% í 456 milljón króna veltu.

Flug Ama­oq á markaði hélt á­fram og fór gengið upp um 1,4% í 70 milljón króna veltu. Gengi Amaroq hefur nú hækkað um 53% síðast­liðið ár og var dagsloka­gengið 107 krónur og hefur aldrei verið hærra.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,78%. Heildarvelta á markaði var 2,5 milljarðar.