Hluta­bréfa­verð Icelandair hefur lækkað um 7% í Kaup­höllinni í morgun í 133 milljón króna við­skiptum.

Gengið stendur í 1,21 krónum þegar þetta er skrifað og hefur lækkað um 15% síðast­liðinn mánuð.

Á sama tíma hafa hluta­bréf Play á First lækkað um 6% í 13 milljón króna við­skiptum á First North.

Gengi Play hefur lækkað um 13% síðast­liðinn mánuð og stendur í 7,6 krónum þegar þetta er skrifað. Gengi flugfélagsins hefur aldrei verið lægra.

Að öllum líkindum má rekja lækkunina til jarð­hræringa á Reykja­nes­skaga en ótta við á­hrif þess á flug­sam­göngur. Al­manna­varnir tóku á­kvörðun um að rýma Grinda­vík um helgina og er eld­gos sagt yfir­vofandi.

Hluta­bréf í Síldar­vinnslunni hafa lækkað um 2% í morgun í 39 milljón króna veltu en fyrir­tækið greindi frá því í morgun að fast­eignir og lausa­fé dóttur­fé­lagsins Vísis hf. í Grinda­vík væri vel tryggt fyrir ham­förum.