FoodSmart Nordic, sem hyggur á framleiðslu fæðubótarefna úr fiskiafurðum á Blönduósi, var rekið með 65 milljóna króna tapi á síðasta ári en árið áður nam tapið 38 milljónum.

Rekstrartekjur námu 35 milljónum og tæplega tvöfölduðust á milli ára. Í ársreikningi kemur fram að alls hafi 160 milljónir verið settar inn í félagið í formi nýs hlutafjár.

Félagið var enn í uppbyggingarfasa á síðasta ári en Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri félagsins, greindi frá því í viðtali við Fiskifréttir síðasta sumar að félagið stefndi á að hefja framleiðslu haustið 2023.

Lykiltölur / FoodSmart Nordic

2023 2022
Tekjur 35  19
Eignir 431  208
Eigið fé 266 201
Afkoma -65 -38
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.