Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, for­stjóri Regins, minnkaði hlut sinn í fast­eigna­fé­laginu í gær en Kaup­höllin til­kynnti um við­skiptin opin­ber­lega í dag.

Í apríl, áður en Hall­dór tók við for­stjóra­stöðunni, keypti hann 8 milljónir hluta, eða um 0,44% eignar­hlut í Regin, með fram­virkum samningi á genginu 25,4 krónur á hlut

Dagsloka­gengi Regins í gær var 22,6 krónur en gengið hefur lækkað um 18% á árinu og um 13% síðan í apríl.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu seldi Hall­dór fimm milljónir hluta í Reginn í gegnum fé­lag sitt Optio ehf. á genginu 22,2 krónur í gær.

Hefur enn mikla trú á félaginu

Um 111 milljón króna við­skipti er að ræða en sam­hliða sölunni leysti Hall­dór til sín þrjá milljón hluti á sama gengi sem sam­svarar ríf­lega 67 milljónum króna.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið segir Hall­dór að krefjandi markaðs­að­stæður og hækkandi vextir leiddu til þess að hann hafi á­kveðið að loka fram­virka samningnum og gera upp tapið tengt honum.

„Ég hef enn gríðarlega trú á fé­laginu og held eftir bréfum í því,“ segir Hall­dór og bendir á upp­gjör þriðja árs­fjórðungs sem birtist á fimmtu­daginn sé því til stuðnings.