Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri flug­fé­lagsins Play, segir ekki úti­lokað að frekari vöxtur flug­fé­lagsins færi fram á er­lendri grundu með er­lendum á­höfnum.

Þetta kemur fram í við­tali Einars við Flight Global sem var tekið í Lundúnum 9. maí. Einar opnar þar á mögu­leikann að hafa heima­höfn t. d. á Spáni með spænskum á­höfnum sem myndu þjónusta flug fé­lagsins milli Spánar og Ís­lands.

„Ég býst við að það yrði for­senda fyrir okkar næstu bæki­stöð. Við myndum þá bara fljúga til Ís­lands í staðinn frá Ís­landi og vaxa síðan þaðan“ segir Einar í samtali við Flight Global.

Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri flug­fé­lagsins Play, segir ekki úti­lokað að frekari vöxtur flug­fé­lagsins færi fram á er­lendri grundu með er­lendum á­höfnum.

Þetta kemur fram í við­tali Einars við Flight Global sem var tekið í Lundúnum 9. maí. Einar opnar þar á mögu­leikann að hafa heima­höfn t. d. á Spáni með spænskum á­höfnum sem myndu þjónusta flug fé­lagsins milli Spánar og Ís­lands.

„Ég býst við að það yrði for­senda fyrir okkar næstu bæki­stöð. Við myndum þá bara fljúga til Ís­lands í staðinn frá Ís­landi og vaxa síðan þaðan“ segir Einar í samtali við Flight Global.

Forðast beina samkeppni við Ryanair

Vöxtur Play hefur verið mikill frá stofnun og segir Einar í við­talinu að flug­fé­lagið þurfi að í­huga vel hvernig verður farið í frekari vöxt.

„Spurningin er hve­nær er rétti tíminn,“ segir Einar og bætir við að Play þyrfti að velja sér á­fanga­staði þar sem fé­lagið væri ekki í beinni eða of mikilli sam­keppni við írska lág­gjalda­flug­fé­lagið Ry­anair.

Einar segir jafn­framt í við­talinu að flug­fé­laginu hafi gengið vel að ráða flug­freyjur en illa að ráða flug­menn.„Vinnu­markaðurinn á Ís­landi er þannig að við erum aldrei ó­dýrasta landið,“ segir Einar. „Flug­menn á Ís­landi eru á mjög fínum launum.“

„Þannig við erum búin að tæma ís­lenska markaðinn. Við höfum leitað til Bret­lands og erum með þó­nokkra breska flug­menn sem hafa annað hvort flutt til Ís­lands eða búa í Bret­landi og taka tíu daga á Ís­landi og tíu daga heima.

Um 420 starfs­menn vinna hjá Play í dag og er launa­kostnaður um 17% af öllum út­gjöldum fé­lagsins.

Einar segir að þrátt fyrir að launa­kostnaður sé hátt hlut­fall af út­gjöldum sé elds­neytis­kostnaður enn þá mun hærri kostnaðar­liður.