Samkvæmt fréttatilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) hefur félagið í umboði Sýnar hf. fengið lagt á lögbann gagnvart IPTV Iceland.

IPTV Iceland hefur selt áskrifendum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi". Þar geta áskrifendur nálgast útsendingar hundraða sjónvarpsstöðva, meðal annars beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum. Auk þess er hægt að nálgast kvikmyndir  samkvæmt pöntun.

FRÍSK telur að IPTV Iceland hafi ekki heimild fyrir þessari þjónustu sinni. Þeir séu ekki rétthafar sjónvarpsefnisins og það sé einnig höfundarréttarvarið. Þjónustan brjóti því gegn ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga.

FRÍSK krafðist þess að fyrirsvarsmanni IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar með talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sýslumaður féllst á þessar kröfur og lagði lögbann við starfseminni.

„Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði.  Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ segir Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.  „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum.

Að sögn FRÍSK tapa Íslenskri rétthafar um 1,1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals. FRÍSK heldur því einnig fram að greinin skapi þúsundir starfa og samanlagt renni um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins.

Næstu skref þessa máls eru þau að FRÍSK mun leitast eftir því að fá staðfestingu á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Einnig verður háttsemi fyrirsvarsmanns kærð til lögreglu von bráðar.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) hefur félagið í umboði Sýnar hf. fengið lagt á lögbann gagnvart IPTV Iceland.

IPTV Iceland hefur selt áskrifendum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi". Þar geta áskrifendur nálgast útsendingar hundraða sjónvarpsstöðva, meðal annars beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum. Auk þess er hægt að nálgast kvikmyndir  samkvæmt pöntun.

FRÍSK telur að IPTV Iceland hafi ekki heimild fyrir þessari þjónustu sinni. Þeir séu ekki rétthafar sjónvarpsefnisins og það sé einnig höfundarréttarvarið. Þjónustan brjóti því gegn ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga.

FRÍSK krafðist þess að fyrirsvarsmanni IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar með talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sýslumaður féllst á þessar kröfur og lagði lögbann við starfseminni.

„Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði.  Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ segir Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.  „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum.

Að sögn FRÍSK tapa Íslenskri rétthafar um 1,1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals. FRÍSK heldur því einnig fram að greinin skapi þúsundir starfa og samanlagt renni um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins.

Næstu skref þessa máls eru þau að FRÍSK mun leitast eftir því að fá staðfestingu á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Einnig verður háttsemi fyrirsvarsmanns kærð til lögreglu von bráðar.