„Það er gaman að sjá hvað fólk hefur mikinn áhuga á vandaðri íslenskri hönnun,“ segir Sverrir Anton Arason, stofnandi fatamerkisins Arason sem hefur vakið athygli að undanförnu. Arason opnaði netverslun í haust, sem kallast arasonofficial.com, og fljótlega eftir það pop-up búð á Skólavörðustíg. Í dag er pop-up búð staðsett á Geirsgötu 2 á Hafnartorgi þar sem hún verður fram að áramótum.

Hann segist hafa unnið jafnt og þétt að uppbyggingu fatamerkisins síðustu þrjú ár, en hann útskrifaðist síðastliðið vor sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. „Mér fannst mjög gaman að klæðast flíkum sem ég hafði sjálfur hannað. Það þróaðist síðan þannig að vinir mínir fóru að sýna fötunum áhuga. Það var gott að geta prufukeyrt sniðin á vinum mínum áður en ég hélt út í framleiðslu erlendis.“

„Það er gaman að sjá hvað fólk hefur mikinn áhuga á vandaðri íslenskri hönnun,“ segir Sverrir Anton Arason, stofnandi fatamerkisins Arason sem hefur vakið athygli að undanförnu. Arason opnaði netverslun í haust, sem kallast arasonofficial.com, og fljótlega eftir það pop-up búð á Skólavörðustíg. Í dag er pop-up búð staðsett á Geirsgötu 2 á Hafnartorgi þar sem hún verður fram að áramótum.

Hann segist hafa unnið jafnt og þétt að uppbyggingu fatamerkisins síðustu þrjú ár, en hann útskrifaðist síðastliðið vor sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. „Mér fannst mjög gaman að klæðast flíkum sem ég hafði sjálfur hannað. Það þróaðist síðan þannig að vinir mínir fóru að sýna fötunum áhuga. Það var gott að geta prufukeyrt sniðin á vinum mínum áður en ég hélt út í framleiðslu erlendis.“

Ítölsk gæði

Í Arason fást jakkar, yfirskyrtur, prjónapeysur og fleira. Um er að ræða herrafatnað, þó peysurnar séu að vísu „unisex“. „Ég legg áherslu á að blanda saman klassískri hönnun við ferska strauma nútímans. Stíllinn er frjálslegur en einnig fágaður, ég vil að það sé hægt að klæða flíkurnar upp og niður. Ég legg mikla vinnu í sniðin og hugsa út í hvert smáatriði en eins og góður kennari í skólanum sagði við mig þá eru einföldustu sniðin sem henta flestum oft þau flóknustu í framkvæmd," segir Sverrir.

Stærstur hluti framleiðslu Arason fatamerkisins fer fram í fjölskyldurekinni verksmiðju á Ítalíu. Þá kemur efnið í flíkurnar að mestu leyti frá Ítalíu líka, en allir hnappar í flíkunum eru frá Cobrax línunni hjá Riri sem Sverrir segir eina fremstu í heiminum þegar kemur að stálhnöppum.

Stærstur hluti framleiðslu Arason fatamerkisins fer fram í fjölskyldurekinni verksmiðju á Ítalíu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er rætt við Sverri í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn, 15. nóvember.