Fyrirsjáanlegt launaskrið ógn við sáttina

Fyrir utan verðbólguhvetjandi áhrif verulegrar innspýtingar í hin almennu bótakerfi ríkisins eins og farið hefur verið fram á myndi slík leið skilja stóran hluta vinnumarkaðarins – þá tekjuhærri og þá sem ekki eiga rétt á bótum t.d. vegna barnleysis og/eða eiginfjárstöðu – eftir með litla sem enga kjarabót eða jafnvel rýrnun þökk sé verðbólgunni.

Eins og bent hefur verið á nýverið verður að teljast ólíklegt að sá hópur sætti sig við að fá svo lítið í sinn hlut.

Sagan sýnir að næsta víst er að í kjölfarið myndi fylgja hraustlegt launaskrið, sem hætt er við að myndi svo kæfa hina nýumsömdu þjóðarsátt sem stefnt hefur verið að í fæðingu.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.