Skulda­bréfa­út­gáfa fyrir­tækja hefur aukist til muna í ár í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra en sam­kvæmt Financial Times eru fyrir­tæki að reyna að klára fjár­mögnun vegna yfir­vofandi ó­stöðug­leika á mörkuðum í kringum for­seta­kosningarnar í Banda­ríkjunum í haust.

Það sem af er ári hafa fyrir­tæki gefið út skulda­bréf í dölum fyrir 606 milljarða Banda­ríkja­dala sam­kvæmt gögnum frá LSEG. Mun það vera 40% meira en á sama tíma­bili í fyrra og hefur skulda­bréfa­út­gáfa ekki verið jafn mikil síðan 1990.

Fjár­festar og lána­stofnanir segja að fyrir­tæki hafi sótt sér mikið fjár­magn í fyrra vegna lægsta vaxta­á­lags fyrir­tækja­skulda­bréfa ofan á sam­bæri­leg ríkis­bréf síðustu ár.

Sam­kvæmt FT eru fyrir­tæki hins vegar að flýta skulda­bréfa­út­gáfu í ár til að ljúka við fjár­mögnun til að forðast ó­stöðug­leika á mörkuðum eftir kosningar í haust.

„Við erum sirka tveimur mánuðum á undan á­ætlun miðað við venju­lega út­gáfu á skulda­bréfum í fjár­festinga­flokki,“ segir Ted­dy Hodg­son, fram­kvæmda­stjóri skulda­bréfa­sviðs hjá Morgan Stanl­ey í sam­tali við FT.

„Ég er sann­færður um að kosningarnar séu drif­krafturinn á bak við þetta,“ bætir hann við.