„Það er ekkert launungamál að við höfum verið að horfa á fyrirtækjamarkaðinn. Það er lengra fram í tímann en tækifærin eru þar,“ segir Haukur Skúlason, annar stofnenda Indó, um hvað sé aftar á sjóndeildarhringnum en útlán og sameiginlegir reikningar sem verða næstu tvær vörur sparisjóðsins.

„Það er ekkert launungamál að við höfum verið að horfa á fyrirtækjamarkaðinn. Það er lengra fram í tímann en tækifærin eru þar,“ segir Haukur Skúlason, annar stofnenda Indó, um hvað sé aftar á sjóndeildarhringnum en útlán og sameiginlegir reikningar sem verða næstu tvær vörur sparisjóðsins.

Ekki aðeins sé fyrirtækjamarkaðurinn stærri en einstaklingsmarkaðurinn heldur sé honum almennt verr sinnt, og því af nægu að taka. Stóru fyrirtækjunum sé þó mjög vel sinnt og fái fyrirtaksþjónustu, séu jafnvel hjá mörgum bönkum.

„En svo eru það öll hin 95% fyrirtækjanna sem fá bara allt að því handahófskennda þjónustu. Lögin um fjármálaþjónustu til fyrirtækja eru allt önnur og rýmri en til einstaklinga. Það er bara villta vestrið. Við höfum fengið rosalega margar fyrirspurnir frá litlum fyrirtækjum sem þurfa ekkert mikið, og vilja jafnvel fyrst og fremst bara að á þau sé hlustað.“

Samtal sé því þegar hafið við nokkur slík, og mörg þeirra komin á biðlista auk þess sem rýnihópar séu farnir af stað.

„Það er hinsvegar ekki tímabært að fara inn á þennan markað fyrr en við erum komin með þetta vöruframboð sem við erum að horfa á hjá einstaklingum, þessa þrennu sem við horfum á sem eina heild. Síðan er hægt að horfa á hvernig það myndi passa inn á fyrirtækjamarkaðinn.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út síðastliðinn miðvikudag.