Talsímaþjónusta, fyrsta vara Símans, verður senn ekki lengur hluti af kjarnastarfsemi fjarskiptafélagsins. Talsíminn hefur verið hluti af kjarnastarfsemi félagsins í 118 ár.

Talsímaþjónusta, fyrsta vara Símans, verður senn ekki lengur hluti af kjarnastarfsemi fjarskiptafélagsins. Talsíminn hefur verið hluti af kjarnastarfsemi félagsins í 118 ár.

Í fjárfestakynningu sem Síminn birti samhliða ársuppgjöri í dag kemur fram að talsími yfir hið gamla rásaskipta kerfi mun hverfa með öllu þann 1. mars næstkomandi. Þá verður síðasta talsímastöðin lögð af og öll símtöl yfir talsíma munu fara í gegnum nýjustu kynslóð talsímakerfa sem byggja á VOIP tækni.

Í uppgjörinu kemur fram að tekjur Símans af talsímaþjónustu muni dragast verulega saman enda hluti þeirra þjónustu í útfösun. Tekjur Símans af þessari þjónustu nam 1,1 milljarði króna í fyrra sem er um 18% samdráttur frá fyrra ári.