Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech lækkaði um 8% í um 1,3 milljarða króna veltu en rauðar tölur voru víða í Kaup­höllinni í dag.

Hlutabréf Alvotech hafa þó enn hækkað um 43% á árinu en gengið fór upp um 11% í gær i um 27 milljarðar króna veltu egna kaupa hóps fagfjárfesta á hlutabréfum í félaginu af dótturfélagi Alvotech.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech lækkaði um 8% í um 1,3 milljarða króna veltu en rauðar tölur voru víða í Kaup­höllinni í dag.

Hlutabréf Alvotech hafa þó enn hækkað um 43% á árinu en gengið fór upp um 11% í gær i um 27 milljarðar króna veltu egna kaupa hóps fagfjárfesta á hlutabréfum í félaginu af dótturfélagi Alvotech.

Gengi Hamp­iðjunnar lækkaði um 5% og lokaði í 146 krónum en Hamp­iðjan sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun í gær­kvöldi.

Af­koma veiða­færa­fram­leiðandans á síðasta ári, sam­kvæmt drögum að árs­upp­gjöri, var undir á­ætlun sem kynnt var sam­hliða al­mennu hluta­fjár­út­boði fé­lagsins í byrjun síðasta sumars.

Úrvalsvísitalan niður um tæp 3%

Hluta­bréfa­verð Eim­skips lækkaði einnig um 5% en gengi skipa­fé­lagsins hefur nú farið niður um 25% á árinu.

Gengi Haga, Ís­lands­banka, Skeljungs og Icelandair lækkaði um meira en 4% í við­skiptum dagsins.

Á eftir Al­vot­ech var mesta velta með bréf Arion Banka en gengi bankans lækkaði um rúm 1% í 1,2 milljarða króna veltu.

Hluta­bréf í Play lækkuðu um 10% á First North og var dagsloka­gengið 4,3 krónur.

Heildar­velta á markaði var 6,6 milljarðar og fór úr­vals­vísi­talan OMXI 15 niður um 2,8%.