Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði um rúm 2% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengið 1.925 krónur.

Gengi líf­tækni­lyfja­fé­lagsins hefur lækkað um tæp­lega 4% síðast­liðinn mánuð en Al­vot­ech upp­færði tekju­spá sína í síðustu viku en fé­lagið býst við að tekjur muni fimm­faldast á milli ára.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech hækkaði um rúm 2% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengið 1.925 krónur.

Gengi líf­tækni­lyfja­fé­lagsins hefur lækkað um tæp­lega 4% síðast­liðinn mánuð en Al­vot­ech upp­færði tekju­spá sína í síðustu viku en fé­lagið býst við að tekjur muni fimm­faldast á milli ára.

Hluta­bréfa­verð Eim­skips hækkaði einnig um tæp 2% í um 100 milljón króna veltu í dag. Gengi Eim­skips hefur lækkað um 29% á árinu en hækkað um tæp­lega 5% síðast­liðnar tvær vikur. Dagsloka­gengi Eim­skips var 326 krónur.

Gengi fast­eigna­fé­lagsins Eikar lækkaði um 3% í við­skiptum dagsins en gengið hefur nú lækkað um tæp­lega 8% frá því á fimmtu­daginn. Á föstu­daginn var greint frá tæp­lega tveggja milljarða skipta­samning með bréfum Eikar og tók gengið tölu­verða dýfu í kjöl­farið.

Úr­vals­vísi­talan hækkaði um 0,23% og var heildar­velta á markaði 1,8 milljarður.