Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq minerals hefur hækkað um 3% í fyrstu við­skiptum dagsins en fé­lagið til­kynnti í gær­kvöldi að hluta­fjár­aukning fé­lagsins hafi farið vel af stað.

Á­skriftar­verðið er 127 krónur sem sam­svarar meðal­tals­verði bréfa fé­lagsins síðustu fimm daga hér­lendis en verðið er lægra en meðal­tals­verð gengi fé­lagsins í Kanada.

Fjár­festar hafa lýst lýst yfir á­huga á þátt­töku á á­skriftar­verðinu sem nemur um 5,2 milljörðum ís­lenskra króna.

Gengi Amaroq stendur í 128,25 krónum þegar þetta er skrifað og hefur hækkað um 61% síðast­liðið ár. Gengi fé­lagsins fór 135 krónur í byrjun janúar og hafði þá aldrei verið hærra.

Sam­kvæmt Amaroq verður fjár­magnið úr hluta­fjár­aukningunni nýtt í „að hraða vinnslu, þróun og rann­sóknum með það að mark­miði að auka virði hluta­bréfa fé­lagsins og stað­festa mögu­legt virði eigna­safns þess.“