HSBC banka­sam­stæðan skilaði 153 milljón dala tapi á fjórða árs­fjórðungi en tapið byggist að mestu vegna af­skrifta á eignar­hluti HSBC í kín­verska bankanum BoCom.

HSBC lækkaði virði 19% eignar­hlutar síns í bankanum um 3 milljarða banda­ríkja­dali sem sam­svarar um 412 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur HSBC átti í tölu­verðum vand­ræðum með að meta eignar­hlut sinn í kín­verska bankanum en banka­sam­stæðan segist þó enn hafa trú á fjár­festingum í megin­landi Kína.

HSBC banka­sam­stæðan skilaði 153 milljón dala tapi á fjórða árs­fjórðungi en tapið byggist að mestu vegna af­skrifta á eignar­hluti HSBC í kín­verska bankanum BoCom.

HSBC lækkaði virði 19% eignar­hlutar síns í bankanum um 3 milljarða banda­ríkja­dali sem sam­svarar um 412 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur HSBC átti í tölu­verðum vand­ræðum með að meta eignar­hlut sinn í kín­verska bankanum en banka­sam­stæðan segist þó enn hafa trú á fjár­festingum í megin­landi Kína.

Þrátt fyrir tap á fjórða árs­fjórðungi skilaði bankinn 22,4 milljarða dala hagnaði á árinu sem er 56% meiri hagnaður en árið 2022. Hagnaðurinn er þó mun lægri en spár greiningar­aðila gerðu ráð fyrir og hefur gengi lækkað um 8% í fyrstu við­skiptum í Kaup­höllinni í Lundúnum.

Gengi bréfa bankans sem eru skráð í Kaup­höllinni í Hong Kong hafa lækkað um tæp 4%.

HSBC er stærsti banki Evrópu ef markaðs­virði er skoðað en meiri­hluti tekna bankans koma frá Asíu, sér í lagi frá Hong Kong.