Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% í 1,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Langmesta veltan, eða um 618 milljónir króna, var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu um 3,4% sem var jafnframt mesta dagshækkunin meðal félaga aðalmarkaðarins.

Auk Arion þá hækkuðu hlutabréf Marels, Festi, Eikar og Icelandair um 1% eða meira í dag.

Hlutabréfaverð Iceland Seafood International lækkaði um 5,4% í 137 milljóna króna veltu og stendur nú í 5,3 krónum á hlut. Gengi Iceland Seafood hefur ekki verið lægra síðan í lok febrúar síðastliðnum.

Þá féll gengi hlutabréfa Amaroq Minerals um 2,4% í 94 miljóna veltu og stendur nú í 120 krónum á hlut. Málmleitarfyrirtækið birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs í morgun.