Hluta­bréfa­verð Marels hækkaði áttunda við­skipta­daginn í röð og fór gengi mat­væla­fyrir­tækisins upp um rúm 3% í Kaup­höllinni í 874 milljón króna veltu.

Gengi Marels hefur nú hækkað um tæp 24% síðast­liðinn mánuð og er lækkun fé­lagsins á árinu kominn niður í 5%.

Þann 9. nóvember fór gengið í 327 krónur og hafði þá ekki verið lægra síðan í janúar 2018 en dagsloka­gengið í dag var 462 krónur.

Hluta­bréfa­verð Marels hækkaði áttunda við­skipta­daginn í röð og fór gengi mat­væla­fyrir­tækisins upp um rúm 3% í Kaup­höllinni í 874 milljón króna veltu.

Gengi Marels hefur nú hækkað um tæp 24% síðast­liðinn mánuð og er lækkun fé­lagsins á árinu kominn niður í 5%.

Þann 9. nóvember fór gengið í 327 krónur og hafði þá ekki verið lægra síðan í janúar 2018 en dagsloka­gengið í dag var 462 krónur.

Fjár­festinga­fé­lagið Skel hækkaði mest allra skráðra fé­laga í dag og fór gengið upp um 6,5% í 58 milljón króna veltu. Skel, líkt og önnur fé­lög, er að eiga á­gætis mánuð eftir dauft ár á markaði. Hluta­bréf í fé­laginu hafa hækkað um tæp 6% síðast­liðinn mánuð en lækkað um 14% á árinu.

Dagsloka­gengi Amaroq var 111 krónur og hefur gengið aldrei verið hærra en hluta­bréf málm­leitar­fé­lagsins hafa hækkað um 41% á árinu.

Mesta velta var með bréf Kviku banka en fé­lagið hækkaði lítil­lega í milljarða króna við­skiptum í dag. Dagsloka­gengi Kviku var 14,8 krónur. Velta með bréf Síldar­vinnslunnar nam 737 milljónum í Kaup­höllinni í dag og fór gengið upp um 1,5%.

Al­vot­ech, Hagar og Festi voru einu fé­lögin sem lækkuðu um meira en prósent en öll þrjú lækkuðu um sirka 1,5%.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 10 hækkaði um tæpt prósentu­stig og lokaði í 2.292,4 stigum. Heildar­velta á markaði nam 5,9 milljörðum.