Ör­flögu­fram­leiðandinn Nvidia birti lang­þráð upp­gjör þriðja árs­fjórðungs í gær en fjár­festar vestan­hafs hafa fylgst náið með gengi fyrir­tækisins í ár eftir gríðar­lega hækkun á hluta­bréfum þess í ár.

Tekjur Nvidia námu 18.1 milljarði dala á fjórðungnum sem sam­svarar 2558 milljörðum ís­lenskra króna. Mun það vera vel yfir af­komu­spá fyrir­tækisins og 12% meira en spá Fact­Set en The Wall Street Journal greinir frá.

Rekstrar­hagnaður nam 9.24 milljörðum dala sem sam­svarar rúm­lega 1300 milljörðum ís­lenskra króna sem er um 26% hærra en spár gerðu ráð fyrir.

Ör­flögu­fram­leiðandinn Nvidia birti lang­þráð upp­gjör þriðja árs­fjórðungs í gær en fjár­festar vestan­hafs hafa fylgst náið með gengi fyrir­tækisins í ár eftir gríðar­lega hækkun á hluta­bréfum þess í ár.

Tekjur Nvidia námu 18.1 milljarði dala á fjórðungnum sem sam­svarar 2558 milljörðum ís­lenskra króna. Mun það vera vel yfir af­komu­spá fyrir­tækisins og 12% meira en spá Fact­Set en The Wall Street Journal greinir frá.

Rekstrar­hagnaður nam 9.24 milljörðum dala sem sam­svarar rúm­lega 1300 milljörðum ís­lenskra króna sem er um 26% hærra en spár gerðu ráð fyrir.

Fyrir­tækið býst við enn meiri tekjum á fjórða árs­fjórðungi en sam­kvæmt upp­færðri af­komu­spá reiknar Nvidia með að hala inn um 20 milljörðum Banda­ríkja­dala á fjórða árs­fjórðungi.

Svo virðist hins vegar vera þannig að ekki sé mikið rými fyrir frekari hækkanir á hluta­bréfum fé­lagsins en gengi Nvidia féll um 3% eftir opnun markaða vestan­hafs.

Gengið hefur hækkað um 240% á árinu og um 1238% síðast­liðin fimm ár. Gengið hækkaði ör­lítið í gær og fyrra­dag í að­draganda upp­gjörs.