Gengi Skeljar fjárfestingarfélags hefur hækkað um 5% frá opnun markaðar í morgun í 36 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi föstudagsins var 11,7 krónur og stóð gengið í 12,3 krónum rétt fyrir hádegi.
Samkvæmt árshlutauppgjöri Skeljar í ágústmánuði hagnaðist félagið um 2,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins sem er helmingi minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra.
Samkvæmt uppgjörinu helmingaðist hagnaðurinn milli ára vegna bókfærðra einskiptistekna upp á sex milljarða vegna sölu fasteigna á tímabilinu í fyrra.
Eignir félagsins námu 42,1 milljarði króna á meðan eigið fé nam 34,9 milljörðum sem samsvarar 18,1 krónu á hvern útgefinn hlut.
Lækkað um 10% frá uppgjöri
Gengi Skeljar tók örlítið við sér eftir uppgjörið en hefur nú fallið um rúm 10% síðastliðinn mánuð og 20% á árinu.
Á sama tíma hefur gengi Icelandair verið að mjakast upp á við í Kauphöllinni í morgun í um 40 milljón króna viðskiptum.