Hluta­bréf í sænsku tón­lista­veitunni Spoti­fy ruku upp við opnun markaða í dag en fé­lagið er skráð í Kaup­höllina í New York.

Sænska fyrirtækið til­kynnti í morgun að til stæði að segja upp 1.500 starfs­mönnum í hag­ræðingar­skyni en það sam­svarar um 17% af vinnu­afli fyrir­tækisins.

Hluta­bréf í sænsku tón­lista­veitunni Spoti­fy ruku upp við opnun markaða í dag en fé­lagið er skráð í Kaup­höllina í New York.

Sænska fyrirtækið til­kynnti í morgun að til stæði að segja upp 1.500 starfs­mönnum í hag­ræðingar­skyni en það sam­svarar um 17% af vinnu­afli fyrir­tækisins.

Daniel Ek, fram­kvæmda­stjóri Spoti­fy, segir að hann hafi sjálfur tekið þessa erfiðu á­kvörðun í ljósi þess hve lítill hag­vöxtur hafi verið undan­farið. Ek segir niður­skurðinn vera mjög sárs­auka­fullan fyrir fyrir­tækið en rúm­lega 9.000 manns starfa hjá Spoti­fy.

Gengi Spoti­fy hækkaði um 10% í fyrstu við­skiptum en gengið hefur hækkað um tæp 20% síðast­liðinn mánuð og 144% á árinu.

Sam­kvæmt upp­gjöri Spoti­fy hagnaðist fyrir­tækið um 65 milljónir evra á þriðja árs­fjórðung þessa árs og var það í fyrsta sinn sem fyrir­tækið skilaði hagnaði í meira en ár.

Spoti­fy hafði þá ný­lega hækkað á­skriftar­verð sitt og fengið til sín fleiri við­skipta­vini.