Hluta­bréfa­verð raf­bíla­fram­leiðandans Tesla hefur lækkaði um 6% við opnun markað. Tesla birti árs­hluta­upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs í dag en fyrir­tækið seldi alls 386,810 raf­bíla á fjórðungnum sem er 8,5% sam­dráttur á milli ára.

Mun þetta vera í fyrsta sinn síðan 2020 sem sala dregst saman á milli ára en um er að ræða versta árs­fjórðung Tesla frá þriðja árs­fjórðungi 2022.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal bjuggust greiningar­aðilar við því að Tesla hefði selt um 457 þúsund raf­bíla á fjórðungnum og er því upp­gjörið langt frá markaðs­væntingum.

Tesla seldi þó fleiri raf­bíla en kín­verski raf­bíla­fram­leiðandinn BYD á fjórðungnum og er Tesla því aftur orðið stærsti raf­bíla­fram­leiðandi í heimi. Sölu­tölurnar sýna hins vegar að sala á raf­bílum hefur verið að hægjast á heims­vísu sem sé á­hyggju­efni fyrir fyrir­tækið.

Gengi Tesla hefur lækkað um tæp 34% það sem af er ári og farið úr 248 dölum í 165 dali.