Rann­sóknar­setur verslunarinnar hefur form­lega sett Verð­gáttinaí loftið en um er að ræða nýjan vef sem gerir neyt­endum kleift að fylgjast með þróun verð­lags helstu neyslu­vara í stærstu mat­vöru­verslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu munu neyt­endur sjá vöru­verð gær­­dagsins og verð­­sögu vörunnar.

Verð upp­­­færast einu sinni á sólar­hring sam­hliða gagna­skilum frá verslunum. Neyt­endur geta sett upp sína eigin matar­­­körfu, með því að velja þær vörur og það magn sem hentar þeirra inn­­kaupum. Þannig geta neyt­endur borið saman verð sinnar matar­­­körfu á milli verslana.

„Verð­­gáttin er liður í sam­komu­lagi aðila vinnu­­markaðarins um að fylgjast náið með þróun verð­lags helstu neyslu­vara í sam­­starfi við Rann­­sóknar­­setur verslunarinnar. Sem hluti af að­­gerðum ríkis­­stjórnarinnar til stuðnings kjara­­samninga á al­­mennum vinnu­­markaði studdi menningar- og við­­skipta­ráðu­neytið Rann­­sókna­­setur Verslunarinnar (RSV) um 10 milljónir króna til fram­­kvæmdar verk­efnisins. Með Verð­­gáttinni er að­­gengi al­­mennings að upp­­­lýsingum um þróun verð­lags aukið og þannig stuðlað að auknu að­haldi á neyt­enda­­markaði,“segir í til­kynningu.