„Við erum ekki að hagnast mikið á þessum rekstri og það hefur verið þannig frá upphafi, enda höfum við alltaf gengið út frá því að þetta sé langtíma verkefni sem skili ábata seinna meir. Þessar breytingar, orkuskiptin, eru að gerast mjög hratt og við ætluðum að vera sá aðili sem tæki stóru skrefin, og ætlum enn. Það hefur verið aðalatriðið hjá okkur," segir Þórdís Leiva Lind, forstöðumaður Orkusviðs N1 um uppbyggingu hleðslustöðvanets orkufyrirtækisins.

Helsta forskot N1 á þeim markaði er það að félagið á og rekur nú þegar þjónustustöðvar um allt land, sem hún segir kjörnar staðsetningar fyrir hleðslustöðvar. „Það eru ekkert allir í þeim sporum og við gerum okkur alveg grein fyrir því.“

N1 selur þó ekki aðeins raforku í gegnum hleðslustöðvar. Félagið keypti raforkusalann Íslenska orkumiðlun snemma árs 2020 og hefur síðan þá verið einn af níu söluaðilum á smásölumarkaði með rafmagn, en þar af eru fjórir í opinberri eigu, meðal annars þeir tveir ódýrustu á markaðnum.

Heilt yfir hefur því ekki verið mikið upp úr orkusölu að hafa fyrir félagið en Þórdís útskýrir að það hafi aldrei verið markmiðið meðan á uppbyggingunni stendur.

Nánar er rætt við Þórdísi í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

„Við erum ekki að hagnast mikið á þessum rekstri og það hefur verið þannig frá upphafi, enda höfum við alltaf gengið út frá því að þetta sé langtíma verkefni sem skili ábata seinna meir. Þessar breytingar, orkuskiptin, eru að gerast mjög hratt og við ætluðum að vera sá aðili sem tæki stóru skrefin, og ætlum enn. Það hefur verið aðalatriðið hjá okkur," segir Þórdís Leiva Lind, forstöðumaður Orkusviðs N1 um uppbyggingu hleðslustöðvanets orkufyrirtækisins.

Helsta forskot N1 á þeim markaði er það að félagið á og rekur nú þegar þjónustustöðvar um allt land, sem hún segir kjörnar staðsetningar fyrir hleðslustöðvar. „Það eru ekkert allir í þeim sporum og við gerum okkur alveg grein fyrir því.“

N1 selur þó ekki aðeins raforku í gegnum hleðslustöðvar. Félagið keypti raforkusalann Íslenska orkumiðlun snemma árs 2020 og hefur síðan þá verið einn af níu söluaðilum á smásölumarkaði með rafmagn, en þar af eru fjórir í opinberri eigu, meðal annars þeir tveir ódýrustu á markaðnum.

Heilt yfir hefur því ekki verið mikið upp úr orkusölu að hafa fyrir félagið en Þórdís útskýrir að það hafi aldrei verið markmiðið meðan á uppbyggingunni stendur.

Nánar er rætt við Þórdísi í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.