Bandaríski tæknirisinn Google vinnur nú að því að laga gervigreindaforritið Gemini, sem býr til myndir eftir óskum notanda, eftir að hafa verið sakað um að „leiðrétta“ myndir til að auka fjölbreytileika.

Notendur sögðu að Gemini-forritið bjó til myndir sem innihéldu fólk af mismunandi uppruna, kyni og þjóðerni, jafnvel þótt það fólk hefði ekkert að gera með sögulegar beiðnir notenda.

Þegar notandi bað til að mynda um myndir af landsfeðrum Bandaríkjanna komu upp myndir af konum og lituðu fólki.

„Gemini-forritið býr til breitt úrval af fólki, sem er almennt séð gott því fólk um allan heim notar forritið. En það virðist vera að missa af skotmarki sínu þegar kemur að þessu,“ segir Jack Krawczyk, yfirmaður Gemini Experiences.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Google hefur þurft að biðjast afsökunar á myndaforriti sínu en fyrir tæpum áratug síðan merkti forritið mynd af svörtu pari sem górillur.