Hið fyrirhugaða og umdeilda Rosebank-olíuborpallsverkefni við Hjaltlandseyjar hefur fengið leyfi til uppbyggingar af hálfu breskra eftirlitsaðila.

Rosebank er staðsett 80 mílur vestur af eyjunum. Það er stærsta ónýtta olíusvæði Bretlands og er talið innihalda um 500 milljónir tunna af olíu.

Áætlunin hefur sætt mikillar gagnrýni vegna loftslagsbreytinga en í síðasta mánuði bentu hátt í 50 þingmenn frá helstu stjórnmálaflokkunum á að olíusvæðið myndi framleiða 200 milljónir tonna af koltvísýringi.

Hið fyrirhugaða og umdeilda Rosebank-olíuborpallsverkefni við Hjaltlandseyjar hefur fengið leyfi til uppbyggingar af hálfu breskra eftirlitsaðila.

Rosebank er staðsett 80 mílur vestur af eyjunum. Það er stærsta ónýtta olíusvæði Bretlands og er talið innihalda um 500 milljónir tunna af olíu.

Áætlunin hefur sætt mikillar gagnrýni vegna loftslagsbreytinga en í síðasta mánuði bentu hátt í 50 þingmenn frá helstu stjórnmálaflokkunum á að olíusvæðið myndi framleiða 200 milljónir tonna af koltvísýringi.

Þingmennirnir skoruðu á Grant Sharps, þáverandi orkumálaráðherra sem tók nýlega við stöðu varnarmálaráðherra, að loka Rosebank og bentu á að meirihluti kostnaðar myndi enda hjá skattgreiðendum.

Claire Coutinho, orkuöryggisráðherra Bretlands, segir að þrátt fyrir núverandi orkuskipti verði enn þörf fyrir olíu og gas á meðan breytingarnar eiga sér stað. Sem hluti af þeirri stefnu er mikilvægt að nota eigin auðlindir frá svæðum eins og Rosebank.

„Störfin og þeir milljarðar punda sem þetta mun skapa eru mjög verðmæt fyrir hagkerfi okkar og mun auka sjálfstæði okkar í orkumálum, sem gerir okkur öruggari gegn harðstjórum eins og Pútín,“ segir Claire.

Orkufyrirtækin Ithaca Energy og Equinor hafa áður fyrr sagt að ef olíuvinnsla hæfist árið 2026 þá gæti Rosebank séð fyrir rúmlega 8% af heildarolíuframleiðslu Bretlands fyrir árið 2030.