Bill Gross, einn þekktasti skulda­bréfa­fjár­festir Banda­ríkjanna, segir að kjör Donalds Trumps í for­seta­kosningum Banda­ríkjanna í haust myndi hafa verri á­hrif á skulda­bréfa­markaðinn vestan­hafs en endur­kjör Biden.

Í við­tali hjá Financial Times, segir Gross að endur­koma Trumps í for­seta­stól muni ó­hjá­kvæmi­lega auka skulda­bréfa­út­gáfu Banda­ríkjanna sem myndi valda upp­lausn á skulda­bréfa­markaði.

Gross var lengi þekktur sem „skulda­bréfa-kóngurinn“ í Banda­ríkjunum er hann rak eigna­stýringar­fyrir­tækið PimCo.

Bill Gross, einn þekktasti skulda­bréfa­fjár­festir Banda­ríkjanna, segir að kjör Donalds Trumps í for­seta­kosningum Banda­ríkjanna í haust myndi hafa verri á­hrif á skulda­bréfa­markaðinn vestan­hafs en endur­kjör Biden.

Í við­tali hjá Financial Times, segir Gross að endur­koma Trumps í for­seta­stól muni ó­hjá­kvæmi­lega auka skulda­bréfa­út­gáfu Banda­ríkjanna sem myndi valda upp­lausn á skulda­bréfa­markaði.

Gross var lengi þekktur sem „skulda­bréfa-kóngurinn“ í Banda­ríkjunum er hann rak eigna­stýringar­fyrir­tækið PimCo.

„Trump mun valda bjarnar­markaði þar sem hann ein­fald­lega elskar dýra hluti sam­hliða skatta­lækkunum,“ segir Gross í sam­tali við FT. Hann segir þó Biden engin draumur heldur þar sem hann nú þegar beri á­byrgð á billjóna (e. trill­on) dala halla ríkis­sjóðs.

„En kjör Trumps mun valda frekari upp­lausn,“ segir Gross.

For­seta­kjör í Banda­ríkjunum fer fram í nóvember en sam­kvæmt FT hefur Trump í­trekað sagt síðustu daga að hann muni endur­reisa efna­hag Banda­ríkjanna og blása lífi í fjár­mála­markaði.

Sam­kvæmt hug­mynda­bankanum Commi­ttee for a Responsi­ble Bud­get er á­ætlað að efna­hags­stefna Trump muni kosta um 4 billjónir (e. trillion) dali næsta ára­tuginn.